Glæsilegur árangur Viktors í Bocuse d´Or Europe – 5. sætið og sérstök verðlaun

12.05.2016|

Viktor Örn Andrésson náði 5. sætinu og hlaut sérstök verðlaun fyrir fiskréttinn í Evrópuforkeppni Bocuse d´Or sem haldin var í Búdapest dagana 10.-11. maí. Ungverjaland sigraði keppnina, Noregur var í 2. sæti og Svíþjóð í 3. sæti. Allt gekk samkvæmt áætlun og voru Viktor, Hinrik Lárusson aðstoðarmaður hans og Sigurður Helgason þjálfari hæstánægðir með úrslitin [...]