Velkomin á heimasíðu Bocuse d’Or

Bocuse d’Or er allra virtasta matreiðslukeppni sem haldin er í heiminum og verið haldin síðan 1987 og komast færri þjóðir að enn vilja.  24 þjóðir fá keppnisrétt eftir að hafa sigrað forkeppni úr sinni heimsálfu og fimm efstu sætin í sjálfri Bocuse d’Or keppninni tryggja þeim þjóðum sjálfkrafa keppnisrétt í næstu keppni. Bocuse d’Or er oft kölluð hin eina sanna heimsmeistarakeppni í matreiðslu.

Hver er árangur Íslendinga í Bocuse d’Or?

Íslendingar hafa verið með frá 1999 og er árangur þeirra vægast sagt glæsilegur og sýnir tölfræðin að Íslendingar eru í hópi 6 bestu þjóða í heiminum í matreiðslu og er óhætt að krefjast árangurs í komandi keppnum.

-1999 fór Sturla Birgisson sem frumkvöðull fyrir Íslands hönd og náði þar fimmta sætinu sem er glæsilegur árangur í fyrstu keppni sem Íslendingar eru með og ruddi þar veginn fyrir næstu keppendur með reynslu og þekkingu á Bocuse d’Or.

Bocuse d´Or Europe

Bocuse d´Or Europe er forkeppni og keppa 20 þjóðir og 12 komast áfram í sjálfa aðal keppnina sem haldin er annað hvert ár í Lyon í Frakklandi.  Þess ber að geta að undankeppnin er ekki síðri, enda allt lagt í sölurnar til að komast í aðalkeppnina.

Bocuse d´Or kandídat 2020
Sigurður Laufdal

Sigurður Laufdal mun keppa fyrir Íslands hönd í evrópukeppni Bocuse d´Or sem fram fer dagana 11 – 12 júní 2020 í Eistlandi.

Sjálf aðalkeppnin verður haldin verður í Lyon í janúar 2021.

FRÉTTIR

  • Bjarni Siguróli Jakobsson

Bjarni Siguróli keppir í Bocuse d´Or Europe

Bocuse d´Or Akademía Íslands er stolt að kynna Bjarna Siguróla Jakobsson sem næsta kandídat Íslands í Bocuse d´Or Europe sem fram fer í Turin Ítalíu 11. - 12. júní 2018. Bjarni Siguróli frá Reykjavík Gastronomy [...]

  • Bjarni Siguróli Jakobsson í Kokkalandsliðinu árið 2013

Bjarni Siguróli verður næsti Bocuse d´Or kandídat

Bocuse d´Or Akademía Íslands hefur valið næsta Bocuse d´Or kandídat og mun Bjarni Siguróli Jakobsson keppa fyrir Íslands hönd í forkeppni Bocuse d´Or í Turin, Ítalíu vorið 2018. Bocuse d´Or forkeppnin er fyrir aðalkeppnina sem [...]

Íslenska Bocuse d´Or 2015 kynningarmyndbandið

Íslenska Bocuse d´Or teymið gaf út vandað og glæsilegt myndband þar sem Sigurður Helgason, Rúnar Pierre Heriveaux aðstoðarmaður Sigurðar, Þráinn Freyr Vigfússon þjálfari og Sturla Birgisson íslenski Bocuse d´Or dómarinn eru kynntir í fallegri íslenskri náttúru.

FORSVARSMENN

14. febrúar árið 2007 tóku níu matreiðslumeistarar og keppendur sig til og stofnuðu sérstaka Íslenska akademíu um sterkustu einstaklings matreiðslukeppni sem haldin er í heiminum í dag, en það er keppnin Bocuse d´Or  sem haldin er í Lyon í Frakklandi annað hvert ár.

  • Bjarni Geir Alfreðsson
  • Björgvin Mýrdal
  • Eiríkur Ingi Friðgeirsson
  • Friðgeir Ingi Eiríksson
  • Friðrik Sigurðsson
  • Hákon Már Örvarsson
  • Jakob Magnússon
  • Ragnar Ómarsson
  • Sturla Birgisson