Afrek

Sá sem keppir fyrir Íslands hönd í janúar 2013 er Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson, en hann starfar sem matreiðslumaður á Vox, Hilton.

Sigurður hreppti titilinn Matreiðslumaður ársins 2011, en hann náði vægast sagt glæsilegum árangri í forkeppninni sem haldin var í Horeca höllinni í Brussel árið 2012.

Ísland er eitt af villtustu og óspilltu löndum á jörðinni og það ætla Sigurður Haraldsson og hans þjálfari Þráinn Freyr Vigfússon að beina athyglinni að og matreiða rétti sem kemur til með að fanga íslenska náttúru,

en þetta kemur fram í lýsingu í viðtali við Sigurð og Þráinn í Bocuse d’Or Weekly sem birtir nú viðtal við keppendur fram að Bocuse d’Or keppni.