Afrek

Bjarni Siguróli Jakobsson lenti í 11. sæti í úrslitunum sem haldin voru í Lyon í janúar 2019.

Þjálfari Bjarna var Viktor Örn Andrésson, bronshafi og Bocuse d´Or keppandi 2017, og aðstoðarmaður var Ísak Þorsteinsson.

Bjarni var meðlimur og fyrirliði Kokkalandsliðsins 2013-2016 sem vann til gull- og silfurverðlauna. Einnig vann hann titilinn Kokkur ársins á Íslandi 2012 og náði öðru sæti í keppninni Matreiðslumaður Norðurlanda 2013.