Föstudaginn 29. apríl 2016 var undirritaður styrktarsamningur milli Kaupfélags Skagfirðinga og Bocuse d‘Or Akademíunnar. Viktor Örn Andrésson er fulltrúi Íslands í keppninni að þessu sinni ásamt Hinriki Lárussyni aðstoðarmanni en undankeppnin fer fram 10.- 12. maí. nk. Á loka æfingu Viktors fyrir þá keppni var styrktarsamningurinn undirritaður formlega. Aðalkeppnin fer svo fram í janúar á næsta ári 2017.
Nánar er hægt að lesa á vef Kaupfélags Skagfirðinga með því að smella hér.
Official Social Media Bocuse d’Or