Leitin er hafin að næsta keppanda í Bocuse d´Or 2018-2019

Bocuse d´Or Evrópa fer fram í Turin á Ítalíu 10. – 12. júní 2018.  Þar munu tuttugu keppendur frá jafnmörgum evrópulöndum keppa um að komast í Bocuse d´or heimsmeistarakeppnina í Lyon, janúar 2019.

Hæfniskröfur:

  • Hafa keppt í matreiðslukeppni áður.
  • Brennandi áhugi og metnaður á matreiðslu.

Það sem umsækjandinn þarf að gera:

  • Finna sér aðstoðarmenn ( sá sem er í búrinu má ekki vera 22 á árinu).
  • Gera metnaðarfullt æfingarplan fyrir 1. janúar 2018.
  • Finna sér þjálfara.

Bocuse d´Or kandídat Íslands 2018-2019 fær í verðlaun:

  • 300 þúsund króna styrkur fyrir hönnun og smíði á keppnis fati.
  • 150.000 kr úttektarheimild í Fastus.
  • Æfingagallar frá Kentaur.
  • Aðgangur að Merkingu við smíð á formum.
  • Fær fullan stuðning og aðgang að Bocuse d´or akademíunni, auk þess að gerast meðlimur í Bocuse d´or akademu Íslands.

Umsóknarfrestur er til 16. júní 2017.

Áhugasamir sendið mail á [email protected] og/eða [email protected]

Ef spurningar vakna og menn vilja forvitnast um æfingarferlið og keppnina endilega hafið samband við okkur.  Viktor: 852-6757 eða Sigga Helga: 820 -9933.

Bestu kveðjur,
Bocuse d´Or akademian