Ragnar Ómarsson


Það leggst ótrúlega vel í mig nýjasta verkefnið sem ég var að fá, að fara aftur í stærstu keppni í matreiðslu í heiminum Bocuse D´or. Það eitt að taka svona ákvörðun er ekkert smámál, það er að ýmsu að huga, það eru ýmsir sem þurfa að gefa grænt ljós, einsog fjölskyldan og vinnuveitendurnir.


Það er komið í gegn, og það er ótrúlegur skilningur frá mínum vinnuveitendum enda allir miklir keppnismenn þeir Kormákur, Skjöldur, Arnar og Bjarki og er það ómetanlegt.   Enn síðan er annað mál það er að velja sér aðstoðarmenn og þar eru ekki síður græn ljós sem þarf að fá samþykki fyrir , fjölskylda og vinnuveitendur.


Það nefnilega gleymist oft hversu mikilvægir aðstoðarmenn eru, enn ég er svo heppinn að ég hef alveg ótrúlega marga matreiðslunema í kringum mig sem eru orðnir svo þroskaðir matreiðslumenn að ég myndi treysta þeim öllum til að aðstoða mig. En það þarf að velja og hef ég ákveðið að Einar Þór Jóhannsson sem er að læra hjá mér á DOMO og Gústav Axel Gunnlaugsson sem er að læra á Sjávarkjallaranum verði mínir aðstoðamenn og er ég fullviss um að þeir séu þeir réttu í starfið enda einir af efnilegustu mtreiðslunemum landsins þó víðar væri leitað.


Svo þarf einnig að fá sér góða sérfræðinga sér til hliðar með bragð og faglega skoðun og hef ég fengið okkar helstu sérfræðinga á sviði keppnismatreiðslu á Íslandi til liðs við mig, og ber þá að nefna Þjálfarann Sturla Birgis, Bjarni Gunnar á Grillinu, Alfreð í GV-heild, Friðgeir á Holtinu og síðan að sjálfsögðu alla í Stjórn “Icelandic Bocuse D´or Academie” og svo fæ ég vonandi komment frá Íslenska Kokkalandsliðinu og stuðning frá Klúbb matreiðslumeistara og ekki má gleyma Erlu konunni minni og dótturinni Maríu Lív og ófædda drengnum sem kemur í september ef allt gengur upp .


Kveðja
Raggi Ómars