Ragnar Ómarsson


Snemma á síðasta ári nánar tiltekið 14 febrúar tóku níu matreiðslumeistarar og keppendur sig til og stofnuðu sérstaka Íslenska akademíu um sterkustu einstaklings matreiðslukeppni sem haldinn er í heiminum í dag, en það er keppnin Bocuse d´or  sem haldin er í í Lyon í Frakklandi annað hvert ár. Ísland hefur fimm sinnum átt keppanda í þessari keppni.


Þeir eru Sturla Birgisson Glerssalnum Kópavogi keppandi 1999, Hákon Már Örvarsson búsettur í Florida keppandi 2001, Björgvin Mýrdal í Veisluföng  keppandi 2003, Ragnar Ómarsson á Domo keppandi 2005 og nú síðast Friðgeir Ingi Eiríksson á Hótel holti keppandi 2007. Allir þessir keppendur náðu þeim frábæra árangri að verða í einu af 10 efstu sætunum. Hákon náði þeim einstaka árangri að ná þriðja sætinu eða bronsverðlaunum. Aðrir í akademíunni eru Eiríkur Ingi Friðgeirsson hótelstjóri Hótel holti, Bjarni Geir Alfreðsson eigandi Fljótt og gott, Friðrik Sigurðsson matreiðslumeistari í utanríkisráðuneytinu og Jakob H Magnússon eigandi veitingahússins Hornið. Tilgangur nýju Bocuse d´or akademíunnar er að halda utanum þessa stóru keppni og koma Íslenskum matreiðslumönnum, Íslandi og Íslensku hráefni á kortið úti í hinum stóra heimi.Matreiðslukeppnin Bocuse d´or


Bocuse d´or er óskráð heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu. Fyrsta keppnin var árið 1987 og hefur verið á tveggja ára fresti síðan.  Hún er haldin samhliða hinni glæsilegu vörusýningu Shira. Yfir 300.000 manns munu hafa sótt sýninguna og keppnina árið 2007. Helstu matvæla, áhalda og tækjaframleiðendur hótel og veitingahúsa koma þar saman og kynna vörur sínar. Að auki koma til Lyon yfir 70 sjónvarpsstöðvar, allskonar fjölmiðlar og matvælatímarit svo eitthvað sé nefnt.
Keppnin er kennd við lifandi sendiherra og goðsögn matreiðslunnar í dag Paul Bocuse sem á og rekur fræga veitingastaði í Lyon og er stofnandi og eigandi keppninnar.
Hvernig tekur maður þátt?


Hver þjóð heldur keppni í sínu heimalandi eða velur keppanda með öðru fyrirkomulagi. Þá er næsta skref að fá þáttökurétt í í úrslitakeppninni.  Til
þess þarf að keppa í svokallaðri Evrópu forkeppni sem haldinn er að þessu sinni í Stavanger í Noregi og komast 7 lönd áfram úr þeirri keppni í úrslitakeppnina sjálfa.
Aðeins 24 þjóðir komast að í lokakeppnina og keppa til úrslita. Keppt er þá í tvo daga 12 þjóðir hver dag. Einn dómari kemur frá hverju landi sem tekur þátt og draga þeir um hvort þeir dæma kjöt eða fisk, og dæma þeir sama hráefnið, þ.e.a.s kjöt eða fisk báða dagana.Jakob H MagnússonHvaða hráefni er fyrir valinu.


Venjulega í lok hverrar keppni er sagt fyrir um hráefni fyrir næstu keppni. Ávalt er ein fiskuppskrift og síðan kjöt. Keppandanum er frjálst að nota hvaða meðlæti sem er og mætir með það óunnið í keppnina að undanskildu því hráefni sem er þema keppninar hverju sinni. Klúbbur matreiðslumeistara á Íslandi  stóð fyrir því að skötuselur var notaður sem aðalhráefni í eitt skiptið og vakti það ómælda athygli. Fyrri daginn fer fyrsti keppandi af stað kl 8.30 og siðan á 15 mín fresti þar til 12 keppendur eru komnir af stað. Keppendur hafa 5 klst þar til skil eru á fiskrétti og síðan 35 mín þar til skil eru á kjöti. Sama fyrirkomulag er á öðrum degi þar sem seinni helmingur keppandanna keppir og eru úrslit síðan tilkynnt 2  og 1/2 klst eftir að seinasti keppandi skilar af sér.Næsta keppni.


Ragnar Ómarsson Yfirmatreiðslumaður á Domo hefur nú verið valinn í annað sinn sem keppandi fyrir hönd Íslands og mun keppa í Stavanger í undanúrslitakeppninni nú í sumar. Eru stífar æfingar framundan hjá honum en hann hefur mikla og góða reyslu í keppnum og keppir meðal annars með landsliði Íslands í matreiðslu. Friðgeir Ingi Eiríksson er sá sem keppti  síðast og heldur hann merki Bocuse d´or keppninar hátt á lofti sem yfirmatreiðslumaðir á Hótel Holti. Það er okkar hugur að sá ávinningur sem hlýst af því að taka þátt í svona stórum atburði sem Bocuse d´or ævintýrið er, skili sér til þeirra matreiðslumanna, nema og annarra sem á eftir koma, og leiði af sér betra fagfólk í nánustu framtíð.  Það er mikilvægt í augum okkar í Bocuse d´or akademíunni að það séu góðar fyrirmyndir sem sem taka þátt og standa í svona mikilli keppni og þeir séu landi og þjóð til sóma.


Styrktaraðilar
  • Fastus Síðumúla 16 sem sérhæfir sig í öllum tækjum og áhöldum fyrir veitingahús og hótel


  • Johnson og Kaaber.


  • Kjötvinnslan Esja.


  • Gallerí kjöt og Fiskisaga.

Til þess að svona stór viðburður geti orðið að veruleika verða að koma til góðir aðilar sem sjá sér hag í að styrkja svona fyrirtæki og eru þeir að sjálfsögðu ómetanlegir. Við í Bocuse d´or akademiunni höfum verið svo heppnir að Fyrirtækið Fastus í Ármúla 16 hefur lagt til æfingaeldhús sem er í húsnæði Fastus í Ármúlanum og er að fullkomnustu gerð. Hafa þeir Fastus menn verið óþreytandi við alla aðstoð og eiga þeir heiður skilið.


Þá eru Johnson og Kaaber, Kjötvinnslan Esja, Gallerí kjöt og Fiskisaga einnig ómetanlegir styrktaraðilar okkar og kunnum við þessum góðu fyrirtækjum bestu þakkir fyrir


Smellið hér (/Bocuse / Bocuse Stavanger 08) til að skoða myndir frá opnun æfingareldhúsi Ragnars Ómarssonar 7. febrúar ´08, í húsnæði Fastur við Síðumúla.


Fh. Bocuse d´or akademíunnar á Íslandi
Jakob H Magnússon.Myndir: Matthías Þórarinsson