Þráinn Freyr Vigfússon


Þráinn Freyr Vigfússon hefur verið valin næsti keppandi fyrir Íslands hönd í  Bocuse D´Or keppninni.  Þráinn er 29 ára gamall frá Sauðárkróki í Skagafirði, lærði á Café Operu og Hótel sögu og útskrifaðist úr Hótel og matvælaskólanum árið 2005.


Síðan hann útskrifaðist hefur hann unnið sem aðstoðaryfirkokkur á Grillinu á Hótel Sögu (Radison Blue). Þráinn var valin matreiðslumaður ársins 2007 og var í 1 sæti í One World Culinary Competition árið 2008 og náði 2 sæti í keppninni um matreiðslumann Norðurlanda árið 2009.


Þráinn hefur eins og aðrir matreiðslumenn fylgst með Bocuse D´Or keppninni í mörg ár og verið spenntur fyrir því að taka þátt í svona sóttir keppni með fremstu matreiðslumönum heims. Með Þránni fara 3 aðstoðarmenn, Bjarni Siguróli Jakobsson matreiðslumaður á Hilton, Atli Þór Erlendsson og Tómas Ingi matreiðslunemar á Hótel Sögu (Radison Blue)



F.v. Tómar Ingi, Atli Þór, Þráinn og Bjarnir Siguróli


Þráinn og aðstoðarmenn hans æfa 2-3 daga í viku og hafa gert síðan í janúar svo í apríl tekur Þráinn sér frí frá vinnu til að æfa sig 6 daga í viku í Bocuse D´Or  eldhúsinu í Fastus.  Þar verður eldhúsinu breytt í “keppnisbúr” eins og í keppninni sjálfri og strax þá hefjast tímaæfingar en þær fara þanning fram að á 1. degi er undirbúningur fyrir tímaæfinguna, á öðrum degi er svo tímaæfingin sjálf og á 3 degi er svo allt lagað og bætt.
Aðalhráefnið í keppnini að þessu sinni er kálfur frá Sviss, hryggur, bris og haus og lúða frá Noregi.


Við hjá Bocuse D´Or akademíunni á Íslandi erum stolt af framlagi okkar til keppninnar þetta árið. Við óskum Þránni og aðstoðarmönnum hans góðs gengis.



ÁFRAM ÍSLAND !!


Ólöf Jakobsdóttir
Ritari  Bocuse D´Or akademíunnar