Þráinn Freyr Vigfússon, fulltrúi Íslands í keppninni Bocuse d´Or, fór til Noregs í lok janúar síðastliðin til að skoða lúðuna sem hann notar í Bocuse d´Or Europe í Sviss þann 7-8. júní næstkomandi.


Með í för var Viktor Örn Andrésson, ljósmyndari og meðlimur í landsliði klúbbs matreiðslumeistara. Skoðuðu þeir Sterling lúðueldið sem er skammt frá Stavanger, nánar til tekið í Kjeurda.


Frode Selvaag, matreiðslumaður hjá Sterling, tók á móti strákunum og ferjaði þá út í eldiskvíarnar sem eru í miðjum firði. Þar eru 400-550 þúsund stykki af lúðu. Eftir góða leiðsögn um eldisstöðina var ferðinni heitið á veitingarstað Sven Erik Renaa, keppanda Noregs í Bocuse d´Or árið 2007 og landsliðseinvalds.Daginn eftir var svo heimsókn í Gastronomic Institute of Norway þar sem þeir hittu fyrir Gunnar Harvnes, næsta keppanda Norðmanna í Bocuse d´Or.
 
Þess má geta að æfingar eru komnar á fullt, en æft er 2 ½ dag í hverri viku fram í miðjan mars mánuð. Þráinn Freyr er búinn að velja sér aðstoðarmenn. Þeir eru Bjarni Siguróli Jakobsson á Vox, Atli Þór Erlendsson, Hótel Sögu, og Tómas Ingi, Hótel Sögu.


Bocuse d´Or Akademía Íslands.