Þann 2 febrúar síðastliðinn var haldið námskeið um Norræna eldhúsið í Hótel og- matvælaskólanum í Kópavogi


Bocuse d´Or Akademían á Íslandi í samstarfi við Iðuna fræðslusetur stóðu fyrir námskeiði þar sem Mathias Dahlgren matreiðslumeistari á Grand Hótel í Stokkhólmi var kennari ásamt aðstoðarmanni.


Mathias er vel þekktur matreiðslumeistari, en hann varð sigurvegari Bocuse d´Or 1997 og er margverðlaunaður Chef.
 Mathias rekur tvo veitingastaði í Svíþjóð í Stokkhólmi en báðir veitingastaðirnir eru með Michelin stjörnu – 1 michelin stjarna fyrir Matbaren og 2 michelin stjörnur fyrir Matsalen.


Á námskeiðinu var miðað að því að efla þekkingu, leikni og hæfni matreiðslumanna í Norrænni matargerð.
 Námskeiðið skiptist í fyrirlestur frá kl. 10.00 – 12.00 þar sem fjallað var um upphaf Norræna eldhússins, stöðu þess og framtíðarsýn. Eftir hádegi eða frá kl. 13.30 – 16.30 voru verklegar æfingar.


Einnnig fengu þáttakendur innsýn í að setja saman rétti og nýta Norrænt hráefni til matargerðar og greina tengsl á milli matarhefða á Noðurlöndunum.
Þá sýndi Mathias fram á sérsöðu norrænna matreiðsluhefða.


Nemendur í Hótel og matvælaskólanum buðu uppá hefðbundinn plokkfisk með rúgbrauði og smjöri í hádegismat og nýtti Mathias sér það og lagaði eftir hádegið plokkfisk á framandi hátt.


Voru þáttakendur mjög ánægðir með námskeiðið og fannst mikill fengur í að fá þennan fræga matreiðslumann til að miðla af reynslu sinni um norræna eldhúsið.
Mathias var einnig afskaplega ánægður með þáttakendur og allan aðbúnað í skólanum og miðlaði glaður af reynslu sinni.


Ekki er loku fyrir það skotið að fleiri námskeið verði í framtíðini af þessum toga.


Mathias er einn af forsprökkum Norræna Eldhússins og er mikilsmetinn af kollegum sínum.


Heimasíður hjá veitingastöðum Mathias:


www.mathiasdahlgren.com
www.grandhotel.se


/Ólöf Jakobsdóttir
www.bocusedor.is