Bocuse d´Or liðið er komið til Macon, en Þráinn Freyr þjálfari og Sturla Birgisson dómari fengu það verkefni að keyra stóra sendiferðabílinn og ungu strákarnir (kjúklingarnir) fóru á sportbíl.

“Ferðin gekk vel fyrir sig að okkur fannst en kjúklingarnir voru orðnir órólegir og fannst hraðinn ekki vera alveg nógu mikill svo þeir ákváðu að stinga gömlu af. Leikar enduðu þannig að þeir “Gömlu” komu 1 klukkustund á undan á hótelið þar sem kjúklingarnir villtust all svaðalega. Stundum er öruggara að fara hægt yfir og örugglega en hratt og óörugglega”, sagði Þráinn Freyr glettinn í samtali við freisting.is aðspurður um hvernig ferðin gekk til Macon.

Nánari umfjöllun hér.