Þeir sem eru að fara út til Frakklands að styðja okkar mann Sigurð Laufdal í Bocuse d’Or keppninni eru boðaðir til fundar í Fastus, Síðumúla 16 næstkomandi fimmtudag 24. janúar kl 16:00.
 
Þar verður stuttlega farið yfir keppnisdagana, hvenær Sigurður keppir og hvenær úrslitin verða,  ásamt því að fara yfir hvar og hvenær íslenski hópurinn ætlar að hittast úti í Lyon. Allir fá gögn sem innihalda þessar upplýsingar ásamt bol til að vera í til að styðja okkar mann.
 
Vonandi komast sem flestir.
Bocuse d´Or Akademían.