Í febrúar síðastliðnum var matreiðslukeppnin Bocuse d´Or haldin í Lyon í Frakklandi samhliða SIRHA sýningunni.
Ragnar ásamt aðstoðarmönnum sínum
Þetta var í 6. skipti sem íslendingar taka þátt og í ár var það Ragnar Ómarsson matreiðslumaður sem keppti fyrir Íslands hönd og var þetta í annað sinn sem Ragnar keppir í þessari keppni. Honum til aðstoðar voru Einar Þór Jóhannsson matreiðslunemi á Domo og Gústaf Alex Gunnlaugsson mateiðslumaður.
Keppendur ásamt styrktaraðilum
Einsog áður eru 24 keppendur en sú breyting hefur orðið á að undankeppnir eru haldnar í hverri heimsálfu. Ef þjóðir uppfylla viss skilyrði ná þær sæti í úrslitakeppninni en löndin geta unnið sér inn rétt í næstu keppni með því að vera í einu af 6 efstu sætunum í sjálfri keppninni, en ef ekki þarf þjóðin að taka þátt í undankeppninni í sinni heimsálfu fyrir næstu keppni.
Hluti af Bocuse d´Or akademíunni
Listi yfir keppendur áirð 2009
1. Australia. Luke Croston Restaurant Brasseri by Philippe Mouchel Melbourne.
2. Brasilía. Mauro De Freitas Barros Luxury hotel Intercontinental Rio.
3. Canada.David Wong The Art Institute Vancouver
4. Tékkland. Jan Vsetecka Restaurant Kampa Park Prag
5. Danmörk. Jasper Kure Catering Company VIP A/S Kaupmannahöfn
6. Eistland. Vladislav Djatsuk Restaurant Egoist Tallinn
7. Spánn. Angel Palacius Restaurant La Broche Madrid
8. Finnland .Filip Langhoff Restaurant Feinschmecker Oslo
9. Frakkland. Philippe Mille Hotel Le Meurice Paris
10. Ísland . Ragnar Ómarsson Domo Reykjavík
11. Japan. Yasuji Sasaki ,Alain Chapel Portopia hotel Kobe
12. Luxemburg. Jacques Schoumacker Restaurant Les Roses Mondorf-les-baines
13. Malasía. Farouk B. Othman Hotel du France Kuala Lumpur
14. Mexikó. Obed Ladron de Guevara Garcia Four Season hotel Mexico City
15. Holland. Wim Klerks Restaurant Les Jumeaux Bennebroke
16. Noregur. Geir Skeie Restaurant Mathuset Solvold Sandefjord
17. Singapore. Tan Ri Zeng Restaurant Julien Bompard Singapore
18. Suður Afrika. Diane Kay Sandton Sun Jóhannesborg
19. Suður Kórea. Jun Hi Lee Millenium Hilton hotel Seoul
20. Svíþjóð. Jonas Lundgren Restaurant Bagatelle Oslo
21. Swiss. Stéphane Decotterd Restaurant Le Pont de Brent Montreux
22. Uruguay. Alvaro Verderosa Arcadia Radisson Montevideo
23. Bretland. Simon Hulstone Elephant restaurant Torquay
24. Bandaríkin. Timonthy Hollingsworth Restaurant French Laundry Yountville
Hluti af Bocuse d´Or akademíunni að snæðingi
Þann 20 janúar sl héldu keppendur og dómarinn Sturla Birgirsson til Frakklands og dvöldu þeir stutt frá Lyon í nokkra daga til að koma sér fyrir.
Þann 27unda hófst svo keppnin og stóð hún yfir í 2 daga.
Ragnar og aðstoðarmenn í eldhúsinu í keppninni
Í ár voru aðalhráefni keppninnar eftirfarandi:
Fiskréttur fyrir 14 manns Norskt sjávarfang
1. Ferskur heill Þorskur (uþb 5-6kg)
2. Risahörpuskel (45st)
3. Villtar rækjur (Ósoðnar 3kg)
Kjötréttur fyrir 14 manns Skoskt naut Angus
1. Angus fillet (2-2,5kg)
2. Uxahali (uþb 1kg)
3. Nautakinnar (2st -500gr hvor)
4. Nautarif (3st 3-4kg)
Ragnari og félögum gekk að vonum vel og náðu þeir að skila á tíma, og voru Íslandi til sóma.
Ragnar náði 7. sæti og er því ljóst að Ísland þarf að taka þátt í undankeppninni til að fá þátttökurétt í aðalkeppnina sem verður haldin í Lyon í Frakklandi 2011.
Þær þjóðir sem voru í 7 efstu sætunum voru:
1. Noregur
2. Svíþjóð
3. Frakkland
4. Danmörk
5. Sviss
6. Bandaríkin
7. Ísland
Þetta var frábær árangur hjá Ragnari og fyrir hönd Bocuse d´Or akademíunnar vil ég óska honum til hamingju.
Ólöf Jakobsdóttir aðstoðarmaður Bocuse d ´or akademíunnar.
Á meðan á keppninni stóð
Verðlaunaafhending
Official Social Media Bocuse d’Or