Þráinn að leggja lokahönd á fiskréttinn og Stulli fylgist með


Það styttist í undankeppnina Bocuse d´Or Europe, en hún verður haldin í Sviss 7.-8. júní næstkomandi.  Eins og kunnugt er þá keppir Þráinn Freyr Vigfússon fyrir hönd íslands og tímaæfingar búnar að vera nokkrar.  Freisting.is hitti Þráinn rétt eftir síðustu tímaæfinguna sem haldin var á miðvikudaginn síðastliðin og forvitnaðist aðeins æfingarnar ofl.


Hvernig gekk æfingin, varstu alveg á tíma?
Hún gekk bara vel þannig lagað, erum alltaf að bæta okkkur þannig að það er bara gott. Við erum búnir að vera á tíma síðustu 6 tímaæfingar! þannig að tíminn er kominn en aðal málið er að ná keyrslunni rétt og það sé allt stílhreint og nákvæmlega eins.Matreiðslumenn voru fengnir til að smakka og dæmaHvað æfið þið mörgum sinnum í viku og hvað margar klukkustundir í senn?
Við æfum 6 daga vikunnar, frá 8-13 klukkustundir á dag.Hvenær farið þið út og eru þið með mikinn farangur?
Við sendum ca. tonn á undan okkur með frakt 1. júni. Svo förum við út 3. júni og verðum í litlum bæ á landamærum frakklands og Sviss. Þar munum við prófa svissneska kálfinn og fara á markaðinn, og umfram allt stilla öllu upp.Ertu búinn að sjá hvað hinir keppendurnir eru að gera?
Nei, ég hef ekkert spáð í hina keppenduna. Hef bara einbeitt mér að því sem ég er að gera.Keppniseldhúsið sem að Fastus setti upp.  Eldhúsið er nákvæmleg eftirlíking og eldhúsið sem Þráinn og félagar koma til með að keppa í sjálfri undankeppninni í SvissEru menn stressaðir fyrir keppnina?
Nei, en það kemur örugglega þar sem það er nú bara eðlilegt þegar svona mikið er lagt undir. En við reynum að halda Coolinu, sagði Þráinn að lokum hress að vanda.Allt á fullu, en hér er verið að fara setja upp kjötfatið og Hákon Már þjálfari liðsins (Lengst til hægri) fylgdist vel með


Meðfylgjandi myndir eru frá  æfingunni sem haldin var miðvikudaginn 19. maí síðastliðin og þangað til undankeppnin byrjar hvílir mikil leynd yfir réttum og útliti rétta og birtum þ.a.l. ekki myndir af kjöt-, og fiskréttinum.


/Smári


Myndir tók Matthías