Eins og sannir mataráhugamenn og auðvitað atvinnumenn í faginu vita að þá er Bocuse d’Or keppnin innan seilingar.  En eins og alþjóð veit verður keppnin haldin í Lyon, Frakklandi dagana  29. og 30. janúar næstkomandi sem eru samkvæmt almannaki þriðjudagur og miðvikudagur.


Matarsýningin stóra byrjar þó á laugardeginum 26. janúar 2013


Að þessu sinni verða ekki skipulagðar neinar sérstakar pakkaferðir, eins og áður hefur verið gert, heldur eru flestir fullfærir um að panta sér flugfar og hótegistingu á netinu.   Margir hafa verið að spá í þetta og eru flestir að velta fyrir sér ferðatímabilinu 27.01´13 sem er sunnudagur, til 01.02´13 sem er föstudagur.


Við brýnum fyrir fólki að huga tímanlega að flugi og hótelgistingu!


Akademían mun skipuleggja einhverjar samkomur úti í Lyon í kringum keppnisdagana, sameigilega farið út að borða og að skoða markverða staði.


Við hvetjum alla sem áhuga hafa á að skella sér út að hafa samband við okkur í Akademíunni ef einhverjar spurningar kunna að vakna.


Tenglar eru:
Björgvin Mýrdal S: 6153200, Friðrik Sigurðsson S: 8988289 auk
Bjarna Snæðings S: 8224110


En auðvitað má líka ná á aðra meðlimi svo sem Sturla Birgiss, Friðgeir, Þráinn, Jakob, Eirík Inga og Ragnar Ómarss.


Við búumst við að mikill fjöldi fólks muni bregða undir sig betri fætinum í janúar til að styðja okkar mann, Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson,  sérstaklega eftir gott gengi hans í forkeppninni í mars síðastliðin í Brussel, Belgíu (4. sæti).


/Matthías