Eins og fram hefur komið þá hefur yfirstjórn Bocuse d´Or keppninnar í Lyon óskað eftir því að Bocuse d´Or Akademía Íslands haldi undankeppni hér á Íslandi svo allra formsatriða sé gætt.

Keppnisstaður og dagsetning:

  • Hótel og Matvælaskólanum í Menntaskólinn í Kópavogi þann 18. janúar 2014.

Fyrirkomulag:

  • Keppendur verða að elda fyrir 8 manns, allt á diskum sem verða ahentir á staðnum.
  • Það þarf að elda tvo aðalrétti, annars vegar fiskrétt og svo kjötrétt (ath. ekki forrétt og aðalrétt)

Skylduhráefnið er:

  • Fiskréttur:
    ufsi skal vera að lágmarki 40% af réttinum ásamt tveimur meðlætum og sósu.
  • Kjötréttur:
    svínalæri skal vera að lágmarki 40% af réttinum ásamt tveimur meðlætum og sósu.
  • Keppendur hafa 5 tíma í eldhúsinu til að skila fiskréttinum og síðan 30 mínútum seinna skal skila kjötréttinum.

Sækja um keppnisrétt og nánari upplýsingar:

  • Allar aðrar upplýsingar má nálgast hjá Sturlu Birgissyni í síma 694 6311 eða á netfangið [email protected]

Til fróðleiks, þá er hægt að nálgast fréttayfirlit og myndir frá því þegar Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson keppti í Bocuse d´Or í Lyon í Frakklandi 29. janúar 2013, með því að smella hér.