Bocuse d’Or er allra virtasta matreiðslukeppni sem haldin er í heiminum og verið haldin síðan 1987 og komast færri þjóðir að enn vilja, en 24 þjóðir fá keppnisrétt eftir að hafa sigrað forkeppni úr sinni heimsálfu. Fimm efstu sætin í sjálfri Bocuse d’Or keppninni tryggja þeim þjóðum sjálfkrafa keppnisrétt í næstu keppni. Bocuse d’Or er oft kölluð hin eina sanna heimsmeistarakeppni í matreiðslu.

Íslendingar hafa verið með í síðustu fimm skipti eða frá 1999 og er árangur þeirra vægast sagt glæsilegur og sýnir tölfræðin að Íslendingar eru í hópi 6 bestu þjóða í heiminum í matreiðslu og er óhætt að krefjast árangurs í komandi keppnum.


Árið 1999 fór Sturla Birgisson sem frumkvöðull fyrir Íslands hönd og náði þar fimmta sætinu sem er glæsilegur árangur í fyrstu keppni sem Íslendingar eru með og ruddi þar veginn fyrir næstu keppendur með reynslu og þekkingu á Bocuse d’Or.


 


Sá sem keppir fyrir Íslands hönd í janúar 2013 er Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson, en hann starfar sem matreiðslumaður á Vox, Hilton. Sigurður hreppti titilinn Matreiðslumaður ársins 2011, en hann náði vægast sagt glæsilegum árangri í forkeppninni sem haldin var í Horeca höllinni í Brussel fyrr á þessu ári.


Hægt verður að fylgjast með því sem Sigurður Kristinn er að gera á facebook síðu Íslensku Bocuse d´Or akademíunnar.


Einnig er akademían með heimasíðuna www.bocusedor.is og þegar keppnin sjálf verður í gangi í janúar 2013 er vefsjónvarp sem verður með beina útsendingu á www.bocusedor.com.

 


Minnum á styrktarkvöldverð fyrir Sigurð hér.

 

/Ólöf Jakobsdóttir, ritari Akademíunnar.