Afrek

Friðgeir Ingi Eiríksson (28) útskrifaðist frá Hótel og matvælaskólanum við lok ársins 2001 en hann lærði á Hótel Holti sem var eina Relais et Chateau hótelið á landinu. Þar starfaði hann allan námsferilinn undir stjórn Hallgríms Þorlákssonar, Hákons Más Örvarssonar og Ragnars Ómarssonar.

Eftir að hafa sigrað nemakeppnina á Íslandi árið 2000 fór hann fyrir íslands hönd til þess að keppa í norrænu nemakeppninni í Staffinger Noregi. Einnig bar hann sigur að hólmi í nemakeppni Slátursfélags Suðurlands árið 2000.

Kynningarmyndband þar sem Friðgeir segir frá hugmyndafræðina á bakvið eldmennskuna og undirbúningin fyrir keppnina:

Friðgeir starfaði sumarið 1998 í Luxemburg hjá Leu Linster sem vann Bocuse d´Or árið 1989 og fór hann svo til Philippe Girardon (MOF 1997) í Frakklandi sumarið 1999.

Eftir útskrift starfaði hann sem vaktstjóri á Hótel Holti í sex mánuði og hélt svo til Frakklands aftur á veitingarstaðinn Domaine de Clairefontaine þar sem hann byrjaði sem chef de partie árið 2002 og ári síðar varð hann second chef og síðar chef de cuisine. Hann lauk þar störfum árið 2007 eftir að hafa keppt fyrir íslands hönd í Bocuse d´Or þar sem hann endaði í 8. sæti.

Frá og með 1. maí 2007 varð Friðgeir einn af rekstraraðilum Hótel Holts, en hann er bæði yfirkokkur og stjórnandi veitingarstaðarins.